Nýjungar í Abler, septemberútgáfa
Uppfærsla á Shop kerfinu
Í vöruuppfærslu þessa mánaðar munum við fara í saumana á uppfærslunni á Shop kerfinu sem fór í loftið snemma í september.

Betri leið til að finna námskeið við hæfi fyrir alla fjölskyldumeðlimi
Kaupferlið hefur verið einfaldað og er nú hægt á enn einfaldari máta að finna námskeið sem passar við aldur, kyn, áhugasvið og staðsetningu barns. Uppfærslan lýsir sér á eftirfarandi máta:
- Fleiri námskeið eru birt og því betri yfirsýn
- Síun niður á hvern fjölskyldumeðlim er orðin einfaldari og fljótlegri
- Nýtt útlit á námskeiðisspjöldunum.
- Betri upplýsingar um námskeið. Félög geta sett inn myndir og ítartexta um öll námskeið.
- Betri upplýsingar um félögin. Félög geta núna komið á framfæri allskonar upplýsingum um sína starfsemi og hvernig best sé að hafa samband á sérstakri “Um mig” síðu efst í vinstra horni á Shop síðu félags.
- Hægt að auka sýnileika námskeiða með því að “pinna” þau efst á Shop síðu hvers félags
- Betri leitarmöguleikar. Nú er enn einfaldara að sía niður á ákveðna starfsemi, staðsetningu, aldri og kyni.

Hvernig auðvelda þessar uppfærslum notendum lífið
Það er mikið framboð af allskonar íþróttum og öðrum tómstundum í boði fyrir börn á Íslandi. Núna er hægt að nálgast upplýsingar um það sem er í boði á mun skilvirkari máta heldur en áður, sem dregur úr þeim tíma sem áður fór í skráningu og eykur líkur á því að foreldrar finni eitthvað sem höfðar til þeirra barna. Upplýsingar eru aðgengilegri en áður og allar á sama stað.
Hvað þetta þýðir fyrir félög
Með þessu nýja viðmóti geta félögin komið sínum námskeið enn betur á framfæri með því að setja inn viðeigandi myndir, ítarlegri upplýsingar og gera áhugasömum auðveldara um vik með að hafa samband. Okkar von er sú að nýja viðmótið geri íþróttir og tómstundir enn aðgengilegri fyrir alla og hjálpi til við að börn finni eitthvað við sitt hæfi.
Hvað er á döfinni
- Við erum að leggja lokahönd á að gera stjórnendum og þjálfurum félaga möguleika að að birta færslur niður á undirhópa. Einnig verður hægt að senda pósta á marga flokka í einu.
- Þjálfarar geta hreinsað kladda fyrir hverja æfingu og tekið niður mætingu á gamla mátann.