Nýjungar í Abler, nóvemberútgáfa

Nýjungar í Abler, nóvemberútgáfa

Í nóvembermánuði unnum við hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslum og vörunýjungum. Skoðum nánar hvað Abler teymið er búið að vera að vinna að seinustu vikurnar.

Bókunarsíða Abler með kortasýn

Nú er auðveldara að skoða og finna námskeið við hæfi

Þó nokkrar uppfærslur voru gerðar á búðinni sem auðvelda félögum að kynna sín námskeið. Betri yfirsýn og auðveldara að sjá hvað er í boði.

Kortasýn fyrir námskeið

Nú birtast öll námskeið á gagnvirku korti. Það er því auðveldara en áður að sjá nákvæmlega hvar hvert námskeið á sér stað og velja námskeið út frá staðsetningu sem best hentar. Einnig er hægt að nota „nálægt mér” valmöguleikann til að sjá samstundis hvað er í boði í nágrenninu.

Listasýn fyrir námskeið

Við höfum kynnt til sögunnar stílhreint yfirlit yfir öll námskeið í lista. Þar má finna helstu upplýsingar á borð við staðsetningu, aldur, kyn, upphafsdagsetningu og verð á mjög skýran hátt. Fullkomið til að bera á saman námskeið á örskotsstundu.  

Bætt viðmót og fleiri síur

Þú getur, eins og áður, leitað eftir námskeiðum eftir aldri, kyni, dagsetningu, íþrótt og staðsetningu, en nú höfum við bætt við þeirri nýjung að stjórnendur geta búið til sína eigin síu ef önnur atriði eiga betur við. Sem dæmi ef stjórnendur vilja skipta prógrömmum eftir getstigi, staðsetningu eða öðru.

Ef þú ert skráður inn í Abler, getur þú eftir sem áður síað á námskeið sem passa við þig eða börnin þín. Einnig er hægt að sía niður á ný eða vinsæl námskeið, svo það er hægt að vera með puttann á púlsinum eða bara sjá hvað er nýtt í boði. 

Ný aðgangssíða með QR-kóðum til auðkenningar

Ný aðgangssíða með QR-kóðum til auðkenningar

Við kynnum til leiks nýja virkni sem sem auðveldar og hraðar fyrir innskráningu meðlima.

Á aðgangssíðunni, þar sem meðlimir hafa hingað til þurft að skrá inn aðgangsnúmer, er nú hægt að skanna QR kóða í staðinn.

Hvernig það virkar

1. Meðlimur tekur upp símann og skannar QR kóðann á skjánum, annaðhvort í gegnum Abler appið eða beint í gegnum myndavélina.

2. Abler appið gengur úr skugga um að meðlimurinn sé með virkan aðgang, skráir hann inn og opnar aðgangshliðið (ef það er tengt við Abler kefið).

Þetta ferli er fljótvirkt og auðvelt. QR-kóðinn uppfærist á 30 sekúndna fresti svo ekki er hægt að taka mynd af kóðanum og nota síðar. 

Í stjórnendakerfinu getur stjórnandi valið hvort hann vilji bjóða upp á auðkenningu með aðgangsnúmeri, QR kóða eða bæði. Við mælum með að bjóða upp á báða valmöguleika til byrja með, þar sem það getur tekið meðlimi mislangan tíma að uppfæra appið og kynnast þannig þessum nýja möguleika. 

Betri stjórnun viðburða í Abler appinu

Við höfum uppfært stjórnun viðburða í Abler appinu til að auðvelda starfsfólki að skrá þátttakendur og mætingu á viðburði á hlaupum. 

Hvað er nýtt:

Bætt „bæta við meðlim” flæði: Ferlið þar sem meðlim er bætt við viðburð hefur verið fínpússað.

Fljótandi aðgerðatakki: Hnappurinn þar sem meðlimir eru skráðir hefur verið færður úr efra hægra horni í fljótandi hnapp sem er mun aðgengilegri. Með þessu móti eru þjálfarar og starfsfólk fljótari að nálgast algengustu aðgerðir í appinu. 

Aðgengilegt núna

Öll þessi nýja virkni er aðgengileg núna í Abler kerfinu. Aðgangsstýring með QR kóða er virkjuð  í stjórnendakerfinu og nýja búðar virknin, bæði leitarviðmót og síur eru komin í loftið og aðgengileg öllum.

Viltu fá sent mánaðarlegt yfirlit yfir nýjungar hjá Abler?

Skráðu þig á fréttalistann

Skráðu þig hérOpens a new tab

Skoða meira

VafrakökurVið notum vafrakökur til að bæta notendupplifun þeirra sem skoða vefinn. Viltu vita meira? Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar.