Breytingar á vefverslun Abler
Það gleður okkur að tilkynna að vefverslun Abler hefur fengið yfirhalningu. Um er að ræða útlitsbreytingar sem sem einnig auðvelda þátttakendum að finna og bóka námskeið.
Hvað er að breytast
Aukin sérsníðing Nú getur þú notað liti þíns félags með áhrifaríkari hætti og hlaðið inn myndum til að glæða vefsvæði þitt enn meira lífi.
Upplýsingar um félag Tölvupóstur og helstu upplýsingar um félagið verða sýnilegar og hægt verður að nálgast þær án þess að yfirgefa vefsverslunarsvæðið.
Hvað helst óbreytt
Öll núverandi námskeið, verðskrár og gögn haldast óbreytt. Allar uppsetningar innan kerfisins, bókunarferlar og greiðsluskerfi sem nú þegar eru til staðar haldast áfram óbreytt.
Hvað gerist næst
Vefverslunin hefur uppfærst sjálfkrafa og félög geta innleitt þessar breytingar nú þegar.

Settu inn liti félagsins: Veldu þitt félag -> Breyta -> Breyta félagi -> Appearance -> Vefverslun

Bæta við myndum fyrir hverja þjónustu: Veldu deild -> Þjónustuyfirlit -> Velja þjónustu -> Breyta -> Breyta þjónustu -> Myndir

Uppfæra upplýsingar um þitt félag: Veldu þitt félag -> Breyta -> Breyta félagi -> Upplýsingar
Þjónustufulltrúar okkar eru alltaf á tánum og svara öllum fyrirspurnum í tengslum við þessar breytingar hratt og vel. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.
Við hlökkum til að sjá hvernig hinn fjölbreytti og öflugi notendahópur Abler mun notfæra sér þessa nýju notendamöguleika til að efla enn frekar sitt góða starf!