Skráningar og greiðslur

Vörufjölskylda Abler þjónustar notendur og félagið á heildrænan hátt og skilar frábærum árangri við skráningar, innheimtu gjalda og áskrifta. Það margborgar sig að nota Abler.

Einföld skráning meðlima og skilvirk innheimta gjalda

Interface graphic of a sports club member’s option to join a football club on Abler Shop

Meðlimir geta skráð sig, gengið í áskrift og fengið reikninginn beint í appið

Með sérsniðnu Abler Shop versluninni er auðvelt að birta aðildarvalkostina og framboð félagsins. Auðveldaðu þínu fólki að skoða hvað er í boði og ganga frá greiðslum. Notendaupplifun er skilvirkri og þjónustumiðuð í gegnum farsíma og tölvu, og skilar stórum íþróttafélögum allt að 99.5% innheimtuhlutfalli yfir 12 mánaðar tímabil.

Interface graphic of a an Abler member being sent an invite for onboarding with chat, payment and scheduling icons

Örugg og skilvirk upplýsingaöflum

Búðu til þín eigin eyðublöð og safnaðu lykilupplýsingum þegar nýir meðlimir skrá sig. Mögulegt er að tengja undanþágur, læknisfræðilegar upplýsingar, skilríki og fleira við nýskráningar og vista í miðlægum grunni félags.

Gagnsæi og rekjanleiki í fjármálum

Interface graphic of Abler users aligned with a payment graph

Fylgstu með greiðslum í rauntíma

Minnkaðu tímafrekar handavinnu og láttu Abler sjá um þetta fyrir þig. Áskriftar- og greiðslulausnir Abler auðvelda þjálfurum, sjálfboðaliðum og forystu félags að innheimta greiðslur á notendavænan og skilvirkan hátt.

Interface graphic of an Abler refund page with selectable icons of users who would receive one

Bestu tækin og tólin í greiðslum

Abler ýtir á eftir þeim sem eftir eiga að greiða og auðveldar endurgreiðslur á hópa með nokkrum músasmellum. Gefðu starfsmönnum og sjálfboðaliðum félagins bestu möguleg tækin og tólin til að gera starfið skilvirkara og leggja áherslu á skemmtilega og uppbyggilega hluti.

Og svo margt fleira…

Áskriftarkerfi sem er öflugt og sveigjanlegt

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina sem keyra reglulegar árskrifti í gegnum Abler. Hvort sem eru meðlimakort líkamsræktastöðva, stuðningsmannafélög, meðlimasamtök eða mataráskriftir. Abler sér um þetta allt saman í sveiganlegri lausn sem veitir meðlimum góða þjónustu og skilar frábærum árangri í innheimtu.

Abler Pay

Greiðslu- og skráningarviðburðir einfaldaðir. Framkvæmdu greiðslur á einfaldan og öruggan hátt með einum smelli, hvort sem um er að ræða mótagjöld, skemmtikvöld eða annað.

Flutningur í Bókhald

Settu upp bókhaldsvirkni Abler, lyklaðu færslur, stemmdu af uppgjör og færðu bókhald á einfaldan og skilvirkan hátt niður á deildir, viðburði og þjónustur.

Frístundastyrkir sveitafélaganna og afslættir

Abler er tengt frístundastyrkjum sveitafélaganna. Gerðu notendum kleift að nota frístundastyrki frá sveitafélögum, og settu upp systkina- og fjölgreina afslætti ef þitt félag vill bjóða upp á slíkt.

Leynilegar þjónustur, takmarkaður fjöldi, biðlistar eða afmarkaður skráningartími

Ef þú vilt bjóða ákveðnum hópi að skrá sig er mögulegt að hafa námskeið eða þjónustur leynilegar. Mögulegt er að setja skráningar í birtingu eftir fyrirfram ákveðnum tímabilum og vinna með fjöldatakmarkarnir og biðlista

Tengdu fjölskyldumeðlimi

Það er sama hversu stór fjölskyldan þín er, sameinaðu frístundir þeirra á einum stað og fáðu heildaryfirsýn yfir atburði á augabragði.

Fjöldi greiðslu- og dreifingarmöguleika

Þú ræður hvaða greiðslumöguleika þú vilt bjóða upp á eða hvort þú vilt leyfa greiðsludreifingar og hve margar. Mögulegt er að greiða með korti, greiðsluseðli, millifærslu, peningum, frístundastyrkjum og afsláttum.

Algengar spurningar

Lærðu meira um nýstárlega nýskráningar- og greiðslueiginleika Abler

Abler Shop veitir notendum auðvelt og þægilegt aðgengi að vörum- og þjónustum félagsins. Iðkendur og aðstandendur geta kynnt sér hvað er í boði og skráð sig með auðveldum hætti. Þú getur einnig tekið við skráningum í gegnum símann og sent greiðslubeiðnir beint í snalltæki ntoenda. Þægileg hönnun Abler skapar notendaupplifun sem mun strax hrífa nýja meðlimi með sér og gera þér kleift að þjónusta þitt fólk með sem bestum hætti.

Abler er haukur í horni félagsins. Þú munt geta fylgst með hverri færslu og fengið vitneskju um hvaða meðlimir hafa greitt og hvaða gjöld á enn eftir að innheimta. Fylgstu með tekjustreymi þíns félags, náðu auknum árangri í innheimtu og færðu bókhaldsgögn í bókhald eftir þínu skipulagi.

Það hefur aldrei verið auðveldara að tileinka sér Abler í skipulagi félagsins, við erum sífellt að verða betri og skilvirkari í því. Hafðu samband til að fá kynningu frá einum úr teyminu okkar. Við munum skýra ferlið og leiða þig í gegnum innleiðinguna og tryggja að þörfum félagsins þíns sé mætt með lágmarks flækjustigi eða þjónusturöskunum.

Einfalt og sanngjarnt verð

Abler Basic

Allt sem þarf til að byrja, hvort sem um er að ræða stakt lið eða lítið félag, allt á einum stað.

Primary features

  • Tímaáætlanir
  • Samskipti
  • Greiðslur

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

Abler Pro

Fyrir félög sem eru að leita að öllu sem boðið er upp á í grunnþrepinu en vilja líka nýta sér umfangsmeiri virkni og fjölbreyttari greiðslulausnir, allt á einum stað í kerfi sem er einfalt að nota.

Primary features

  • Allt í Basic
  • Fjölbreyttir greiðslueiginleikar
  • Ítarlegar gagnagreiningar
  • Tímaáætlanir fyrir námskeið og skráningar

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

Abler Enterprise

Hversu mikla töfra þarftu? Fyrirtækjaáætlunin okkar er ætluð félögum með allt að 50.000 meðlimi og er sérstaklega aðlöguð að þínum þörfum. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Primary features

  • Allt í Basic + Pro
  • Sérsniðin þróun
  • API eiginleikar

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits