Undanfarnar vikur höfum við einbeitt okkur að því að gera appið hraðvirkara og notendavænna fyrir þjálfara, foreldra og iðkendur.
Aðalfréttin er appútgáfa 4.0, sem býður upp á einfaldari og hraðvirkari notkun með þægilegra "skrolli" og styttri i hleðslutíma. Foreldrar geta nú bókað námskeið fyrir börnin sín, þannig að tengdir forráðamenn geta gengið frá bókun í einu lagi, með færri smellum og minna veseni. Þá bíður appið núna upp á stuðning við dagatöl.