Nýjungar í Abler, ágústútgáfa

Nýjungar í Abler, ágústútgáfa


Undanfarnar vikur höfum við einbeitt okkur að því að gera appið hraðvirkara og notendavænna fyrir þjálfara, foreldra og iðkendur. Hér er hluti af því sem fór í loftið í ágústmánuði hjá okkur.

Tímabókanir fyrir börn

Foreldrar geta nú bókað tíma fyrir börnin sín, þannig að tengdir forráðamenn geta gengið frá bókun í tíma sem var ekki áður hægt.

Nýr stuðningur við dagatöl


Stuðningur við dagatöl, 1. útgáfa. Nú getur þú sent viðburði úr Abler dagskránni inn í þitt persónulega Google, Apple eða Outlook dagatal. Lítill takki inni í hverjum viðburði svo nú er hægt að setja mikilvæga viðburði inn í dagatalið.

Article Image
Þú getur fært viðburði úr Abler appinu beint í dagatalið með því að ýta á dagatal hnappinn efst í hægra horninu inn í hverjum viðburði.

Uppfærðar færslur


Samskiptamöguleikar innan appsins fengu líka nýja virkni. Þegar færsla er stofnuð opnast nú  sérstakur gluggi þar sem þú velur fyrst viðtakendur: iðkendur, forráðamenn, alla eða starfsfólk.  Við bjóðum nú upp á betri stuðning við YouTube hlekki og myndir í öllum tækjum. 

Spennandi viðbót við færslurnar er líka á leiðinni á næstu vikum þar sem hægt verður að velja undirhópa í flokkum til að setja inn færslur en það er eitthvað sem við vitum að margir bíða spenntir eftir.

Betri tungumálastuðningur

Við höfum bætt við stuðningi fyrir fleiri tungumál og fleiri lönd. Spænska er nú í boði í stjórnborðinu, sænska og hollenska eru í boði í vefversluninni og notendur á Spáni og í Frakklandi geta skráð sig inn með fullum stuðningi. Þetta hjálpar félögum að bjóða fleiri iðkendur, óháð tungumálakunnáttu og uppruna.

Nýorðin(n) 18 ára? Fjarlægðu forráðamenn ...eða leyfðu þeim bara að halda áfram að borga

Þegar notandi verður 18 ára birtast tilkynning í forritinu sem útskýra valkosti varðandi fjölskyldutengingar og hvernig hægt er að fjarlægja forráðamann ef þess er óskað.

Aðrar úrbætur

Hægt er að bæta starfsfólki við flokk og smella á myndir starfsfólks í upplýsingaskjá flokks til að sjá prófíl þjálfara. Hlutverk þjálfara eru nú sýnileg í lýsingu viðburðar, svo hlutverk hvers og eins eru skýr. Fjölmargar smávægilegar lagfæringar hafa verið gerðar á bak við tjöldin. Leiðinda vandamál sem olli því að tilkynningateljarinn hækkaði óvænt hefur verið leyst og myndir og færslur hlaðast hraðar.

Og að lokum

  • Ný og fersk vefverslun (Abler Shop) félagsins er á leiðinni. Búast má við betri yfirsýn yfir vörur, skýrara yfirliti yfir námskeið og einfaldara greiðsluferli. Við munum deila meiri upplýsingum fljótlega. Mjög spennandi útgáfa sem okkur hlakkar gríðarlega til að koma í loftið.
  • Starfsmannastjórnun er nýr hluti af Abler sem hjálpar stjórnendum að hafa yfirsýn yfir það þegar þjálfari óskar eftir fríi eða er veikur. Hvaða viðburði þarf að manna og hverjir í teyminu eru lausir.

Viltu fá sent mánaðarlegt yfirlit yfir nýjungar hjá Abler?

Skráðu þig á fréttalistann

Skráðu þig hérOpens a new tab

Skoða meira

VafrakökurVið notum vafrakökur til að bæta notendupplifun þeirra sem skoða vefinn. Viltu vita meira? Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar.