Endurbætt tímabókunarkerfi Abler - Classes 2.0

Endurhönnun á Classes kerfinu

Við hjá Abler er stöðugt að leitast við að breyta og bæta kerfið okkar og má segja að Abler Classes 2.0 sé afrakstur margra mánaða vinnu þar sem þróunarteymið okkar snéri við hverjum stein til að endurbyggja Abler Classes vettvanginn. 

Við skoðuðum og vógum alla þá þætti sem hafa áhrif á hvernig best er að birta þínar vörur. Teymið leitaðist við að bæta það sem var að virka og fækka þeim skrefum sem kaupandi þarf að taka til að ganga frá kaupum. Niðurstaðan var frábært tól sem hentar hverjum þeim klúbb eða samtökum sem bjóða upp á flokkaskráningu. Við erum svo heppinn að heyra í notendum okkar daglega og gátum við því notað þær athugasemdir sem við fáum sem hornsteininn í þessari vinnu.

Einfalda skipulag flokkakerfist

Einfaldleiki er nafn leiksins og við erum fullviss um að við bjóðum upp á notendavænt og leiðandi kerfi. Enda er markmið okkar að útrýma þeim höfuðverk sem fylgir samskiptum, samhæfingu og greiðslum, ekki skapa nýjan.

Með Classes 2.0 verkefninu vildum við búa til umhverfi sem var aðlaðandi fyrir augað, auðvelt í notkun og veiti notendum viðeigandi upplýsingar. Niðurstaðan er nýtt útlit fyrir Abler Classes, sem er áfram sérsniðið fyrir klúbba og félög á sama tíma og það eykur vöruyfirsýn og skýrleika um hvað er að gerast og hvenær.

Sérhannað efni fyrir endurtekna tíma

Við höfum verið að uppfæra notkunarmöguleika Abler sem snúa að líkamsræktarstöðvum undanfarið og tekur nýja uppfærslan okkar sérstaklega mið af þeim notendahópi. 

Ef þú ert líkamsræktarþjálfari skilurðu mikilvægi þess og flækustigið sem fylgir því að skapa WOD dagsins. Stundum þarf að vera hægt að uppfæra síendurtekinn tíma þar sem fram kemur ný og ný æfing reglulega. Classes 2.0 gerir þetta einfalt, með því að halda kennslulýsingum eins sveigjanlegum og sérsniðnum og þú þarft án þess að trufla venjulega kennslutíma og námskeiðsáætlanir.

Endurhannað notendaviðmót

Fyrir meðlimi sem vilja bóka námskeið eða tíma settum við mikilvægustu upplýsingarnar fremst -  ekki bara tíma og stað. Stærð námskeiðs, laus pláss, biðlistar og lágmarksfjöldi kom anú skýrt fram. Ef þú ert á biðlista verður þú sjálfkrafa bókaður og færð skilaboð ef og þegar pláss opnast.

Notendur geta líka skoðað tiltæk námskeið og tíma eins og þeir kjósa. Þegar þú hefur bókað námskeið er það sjálfkrafa fest efst á lista notenda. Notandi mun því alltaf vita á hvaða námskeið viðkomandi hefur skráð sig og tímasetningu námskeiðs.

Við erum spennt að veita meðlimum Classes þjónustunnar okkar einfalda en upplýsandi þjónustu sem mun sjá til þess að viðkomandi bóki aftur tíma og námskeið hjá þeim líkamsræktarstöðvum sem nýta sér þjónustuna. 

Ef þú ert að leita að notendavænu kerfi sem getur auðveldlega sýnt allar vörur og viðburði sem fyrirtæki þitt býður upp á án þess að þurfa mikla tækniþekkingu, hafðu þá samband við söluteymi okkar til að læra meira um hvað Abler Classes 2.0 getur gert fyrir þig.

Skoða meira

VafrakökurVið notum vafrakökur til að bæta notendupplifun þeirra sem skoða vefinn. Viltu vita meira? Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar.