Abler fyrir leikmenn og foreldra

Frábær þjónusta fyrir þitt fólk

Þú finnur allt á einum stað í appinu frá Abler, það var hannað til að einfalda og efla þátttöku í íþróttum og tómstundum. Þú veist alltaf hvað er að gerast, hvenær á að mæta og hvar þú getur nálgast upplýsingar.

Basketball coach leading his youth league players in a cheer on the court sidelines

Allt 
á 
einum 
stað 
fyrir 
fjölskylduna 

Upplýsingagjöf og samskipti

Aldrei aftur að missa af viðburði

Dagskráin er sýnileg í appinu, og sjálfvirkar áminningar minna þig á skráningar svo þú missir örugglega ekki af neinu. Þú veist alltaf hvar og hvenær þú átt að mæta, og hvort sé um greiðsluviðburð að ræða eða ekki. Á meðan vinnur kerfið bakvið tjöldin við að senda áminningar og greiðsluáskorarnir.

Sérsniðin boð og tilkynningar

Með Abler færðu alltaf nýjustu upplýsingarnar fyrir þig. Kerfið er hannað til að stýra upplýsingagjöfinni á þann hátt að þú fáir aðeins upplýsingarnar sem eru viðkomandi þér og þínu fólki. Við viljum ekki að þú drukknir í flóð af áreiti og tilkynningum vegna atriða sem koma þér ekki við.

Tengdu saman fólk og myndaðu sterka liðsheild

Skilaboð í öruggu umhverfi

Notaðu skilaboðakerfi Abler til að vera í samskiptum við þjálfara, leikmenn og aðra foreldra, t.d til að skipuleggja keppnisferðina með foreldraráðinu eða dósasöfnun. Útrýmdu þörfinni fyrir að skipuleggja hópa á facebook, tengjast þjálfurum á samfélagsmiðlum og senda skilaboð í gegnum þinn persónulega aðgang.

Skilvirkar boðleiðir þvert á félagið

Í gegnum appið er hægt að vera í samskiptum og fá upplýsingar frá öllum aðilum í þínu félagi. Skrifstofa félagsins getur felt niður viðburð t.d. vegna veðurs, og miðlað þeim upplýsingum samstundis í dagskrá allra hlutaaðeigandi. Gæti ekki verið skilvirkari og betri þjónusta.

Eiginleikar sem auðvelda starfsemina

Öruggir greiðslumöguleikar

Notaðu greiðslulausnir sem þú getur treyst á. Ljúktu við greiðslurnar með öruggum hætti í gegnum Abler Shop síðu þíns félags sem er fyrir meðlimaáskriftir, viðburðagjöld, búnað, söluvarning og fleira. Með Abler appinu færð þú einnig Abler Pay lausnina þar sem hægt er að greiða með einum smelli. Greiðsluupplýsingar þínar eru varðveittar á öruggan hátt til að einfalda næstu greiðslu.

Sendu æfingaáæltlunina í símann

Skipuleggðu skemmtilega æfingu og deildu tímaáæltuninni með iðekndum og foreldrum í gegnum viðburðina og beint í símann. Kjörið til að undirbúa sig fyrir æfingu eða taka heimaæfingu í fjarveru þjálfara eða fríi.

Fleiri eiginleikar sem einfalda málið

• Sjáðu nýjustu tímasetningar fyrir íþróttafólkið þitt

• Fáðu sjálfvirkar tilkynningar þegar gerðar eru breytingar á dagatali

• Fáðu alla æfingar- og keppnisstaði sem staðsetningar á korti

• Tengdu aðra fjölskyldumeðlimi og forráðamenn við reikninginn þinn

• Deildu því hvort leikmaðurinn þinn muni taka þátt í viðburði

• Veldu sérsniðna prófílmynd

• Breyttu persónuverndarstillingum

• Hafðu samband við þjálfarann þinn í gegnum örugg einkaskilaboð

• Spjallaðu við aðra leikmenn eða foreldra til að samstilla ykkur eða bara til gamans!

• Sérsníddu hvaða tilkynningar þú vilt fá

• Örugg vistun á greiðslumöguleikum þínum til að auðvelda greiðsluflutninga 

• Sjálfvirkar tilkynningar þegar ný gjöld berast 

• Skoðaðu kvittanir þínar og áskriftarsögu með auðveldum hætti 

• Einföld umsókn fyrir styrki og afslætti á vegum sveitarfélaga 

• Sæktu um endurgreiðslur á fljótlegan og einfaldan hátt 

• Kauptu tilboð í Abler Shop verslun þíns félags

Prófaðu Abler

Hvernig getur Abler umbreytt starfsemi liðsins?

Kannaðu spennandi kosti Abler fyrir þjálfara og stjórnendur í þínu félagi.