Abler fyrir alla hópa

Ekki bara fyrir íþróttir

Hópar, félagasamtök og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nýta sér lausnir Abler með frábærum árangri. Til dæmis skólar, tónlistarskólar, skátarnir, trúfélög, félagasamtök, félagsmiðstöðvar og fyrirtæki sem selja áskriftir og klippikort. Hafðu samband og fáðu kynningu á því hvað Abler getur gert fyrir þig og þitt fólk

Hugarró 
og 
skilvirk 
samhæfing 
hópa 

Eiginleikar sem tryggja betri skipulagningu

Auðvelt að miðla dagskrá og áætla mætingu

Það hefur aldrei verið minna mál að stofna viðburði, taka við skráningum og koma öllu skilmerkilega til skila. Notaðu Abler Pay og gerðu meðlimum klefit að greiða skráningargjald á þægilegan hátt með einum smelli.

Skilvirkur vettvangur fyrir samskipti

Upplýstu félagsmenn um allt það nýjasta og komdu tilkynningum til skila. Einfaldaðu samskipti með því að stofna örugga spjallhópa og byggðu upp samfélag í öruggu og faglegu stafrænu umhverfi.

Meðlimagjöld og tölfræði

Áskriftir og námskeið

Með kerfum Abler getur þú boðið viðskiptavinum þínum upp á fjölbreyttar aðildir með sveigjanlegri uppsetningu gjalda og áskriftarmöguleika. Abler auðveldar starfsfólki og sjálfboðaliðum að innheimta greiðslur og áskriftir á notendavænan og skilvirkan hátt.

Fylgstu með gangi mála

Með Abler færðu tölfræði yfir fjölda félagsmanna, stöðu skráninga og aðsókn á viðburði. Berðu saman tölfræði á milli tímabila og fáðu yfirsýn yfir fjármálin og bókhald allt í rauntíma.

Hvernig bæta má starfsemi félagsins

• Skipuleggðu félagið þitt eftir deildum, staðsetningu, bekkjum eða öðrum reglum sem henta þinni starfsemi

• Skiptu félagsmönnum og umsjónaraðilum í flokka og undirhópa fyrir skilvirkari skipulagningu og upplýsingamiðlun

• Flyttu félagsmenn yfir í nýja hópa og uppfærðu félagstalið á þægilegan hátt þegar þér hentar

• Haltu utanum starfsmenn og sjálfboðaliða, gefðu þeim mismuandi aðgagns- og stjórnunarréttindi eftir hlutverki og ábyrgð

• Stofnaðu viðburði fyrir allt félagið eða staka hópa

• Magnstofnaðu viðburði og dagskrá til að skipuleggja lengri tímabil

• Tilkynntu breytingar með skilvirkum hætti svo allir fái nýjustu upplýsingar í tæka tíð

• Búðu til sérsniðna undirhópa fyrir sérstaka viðburði

• Deildu dagskrá, myndum og viðhengjum fyrir víðtækari upplýsingamiðlun og betri þjónustu

• Birtu tilboð félagsins á netinu með Abler Shop: 

    - Meðlimagjöld

   - Áskriftir

    - Vörur

    - Skráningar án endurgjald (ókeypis)

• Sérsniðið útlit og litir á vefverslun

• Verslun er aðgengileg í gegnum Abler appið 

• Sveigjanlegir greiðslumöguleikar fyrir skráningu og forskráningu 

• Takmarkað framboð og biðlistar

• Láttu meðlimi greiða fyrir skráningu eða gjöld með einum smelli

• Sjálfvirkar greiðslutilkynningar í appi og tölvupósti til að fylgja eftir innheimtu

• Tengdu mismunandi reikninga félags og streymdu peningum inn á rétta staði

• Fylgstu með tölfræðinni fyrir innheimtu á gjöldum fyrir starfsemina í rauntíma

• Gefðu félagsmönnum inneignir fyrir viðburði sem þarf að greiða inn á 

• Stilltu afslætti fyrir félagsmenn 

• Framkvæmdu endurgreiðslur í heild eða að hluta með skilvirkum hætti

• Öruggt spjall sérstaklega ætlað félagsmönnum

• Einkaskilaboð og hópspjall

• Sendu viðhengi, myndir og myndbönd

• Stilltu tilkynningar og tölvupósta

• Skráðu öll svæði og mannvirki félagsins og/eða skiptu þeim upp í frekari einingar

• Fáðu yfirsýn yfir dagatal og nýtingu mannvirkja eftir degi, viku eða mánuði

• Síaðu viðburði eftir starfsmanni, deild, flokk eða hóp

• Takmarkaðu bókunaraðgang á tilteknum svæðum með sérstökum réttindum

• Færðu til viðburði á milli svæða með drag´og sleppa músarhreyfingu, og sendu tilkynningu um breytingu á alla hlutaðeigandi í sömu andrá

• Búðu til viðburði fyrir marga hópa eða flokka þvert á félagið með þægilegri lotuvinnslu

• Allar aðgerðir í Abler kerfinu endurspeglast inn í bókhald

• Bókhaldslyklar niður á deildir og víddir

• Bunkar með bókhaldsfærslum niður á tímabil

• Flutningur í bókhaldskerfi

• Aðstoð við uppsetningu og kennsla á virkni

Prófaðu Abler

Viltu aukna skipulagningu?

Uppgötvaðu ávinninginn af eiginleikum Abler þjónustunnar, sem getur blásið nýju lífi í félagsmenn og stjórnendur.