Abler fyrir stjórnendur og yfirmenn deilda

360° sýn og stýring félagsins

Samræmt kerfi Abler veitir stjórnendum, skrifstofu og yfirþjálfurum fullkomna yfirsýn og miðlægan aðgang að stöðu félagins, viðburðum, félagsmönnum, starfsmönnum og skráningum.

Láttu 
tæknina 
vinna 
fyrir 
þig 

Virkni sem setur þig í bílstjórasætið

Lykiltölur félagsins í rauntima

Með Abler færðu tölfræði í rauntíma t.d. yfir fjölda iðkenda, stöðu skráninga og aðsókn. Berðu saman tölfræði á milli deilda, skoðaðu landfræðilegt hitakort félagsmanna og fáðu innsýn inn í hvaðan iðkendur eru að koma og hvar er hægt að sækja á.

Sérsniðin þjónustu- og vöruverslun

Hannaðu vefverslun félagsins með litum og merki félagsis. Gerðu þjónstuframboð þitt sýnilegt og aðgengilegt á notendavænan máta, hvort sem um ræðir eru æfingagjöld, áskriftir eða varningur. Vefverslun félagins er aðgengileg í tölvu eða appi, og sjáum við að flestar skráningar fara í gegnum síma í dag.

Stýritæki sem hjálpa þínu félagi

Skipuleggðu velli og svæði

Samræmd mannvirkjastjórnun félagsins. Hvort sem um er að ræða inni- eða útiaðstaða, sal eða fundarherbergi. Þá getur þú séð í rauntíma hvaða svæði félagsins eru í notkun og hver eru laus. Ef æfing fellur niður er auðvelt fyrir aðra að nýta svæðið og bæta þannig nýtingarhlutfall þinna mannvirkja.

Bókhald og fjármál

Með bókhaldskerfi Abler færðu yfirlit yfir allan rekstur félagsins, skráningar, greiðslur og uppgjör. Uppsetning lykla niður á deildir og víddir gera afstemmningar auðveldar svo allir geti fylgst með rekstrinum í rauntíma og tekið upplýstar ákvarðanir hverju sinni. Hafðu samband og fáðu aðstoð við uppsetningu og stillingar.

Eiginleikar til að efla þitt félag

• Setja upp flokka, deildir, aldurshópa og undirflokka

• Leitaðu að tilteknum félagsmönnum í miðlægum gagnagrunni og sjáðu nánustu fjölskyldutengsl innan félags

• Fáðu aðgang að stöðu leikmanna og þátttökusögu þeirra innan félagsins

• Tenging við þjóðskrá Íslands

• Skipuleggðu, síaðu og uppfærðu leikmenn auðveldlega eftir aldurshópum 

• Finndu og tengdu skylda leikmenn fyrir fjölskyldur með fleiri en einn notanda 

• Skilgreindu sérsniðna afslætti og áskriftarbreytur 

• Greindu stefnur og strauma þvert á íþróttagreinar fyrir mismunandi aldurshópa 

• Greindu félagsmenn eftir þátttöku á landfræðilegu hitakorti

• Skráðu öll svæði og mannvirki félagsins og/eða skiptu þeim upp í frekari einingar

• Fáðu yfirsýn yfir dagatal og nýtingu mannvirkja eftir degi, viku eða mánuði

• Síaðu viðburði eftir þjálfara, deild, flokk eða liði

• Takmarkaðu bókunaraðgang á tilteknum svæðum með sérstökum réttindum

• Færðu til viðburði á milli svæða með drag´og sleppa músarhreyfingu, og sendu tilkynningu um breytingu á alla hlutaðeigandi í sömu andrá

• Búðu til viðburði fyrir marga hópa eða flokka þvert á félagið með þægilegri lotuvinnslu

• Allar aðgerðir í Abler kerfinu endurspeglast inn í bókhald

• Bókhaldslyklar niður á deildir og víddir

• Bunkar með bókhaldsfærslum niður á tímabil

• Flutningur í bókhaldskerfi

• Aðstoð við uppsetningu og kennsla á virkni

• Birtu þjónustframboð þíns félags og gerðu meðlimum kleift að skrá sig, hvort sem þjónustan er aðgengileg öllum eða þú vilt senda leynilegt boð á skilgreindan viðtökuhóp, þar á meðal:    

   - Skráningar á æfingar og námskeið

  - Áskriftir sem endurnýjast með reglulegu millibili

  - Skráningar án endurgjalds 

  - Búnaður og varningur fyrir leikmenn    

• Tilbúin og sérhönnuð vefsniðmát 

• Sjálvirk innleiðing nýrra meðlima í félag með ítarlegu hópleiðaferli (krefst engrar umsýslu) 

• Nýttu þér sjónrænar framvindustikur til að fylgjast með áskriftum liðsins og innheimtuhlutfalli flokka

• Stofnun endurtekinna eða stakra viðburða þar sem skráning er gegn gjaldi

• Frábært þjónustustig og hugarró fyrir notendur

• Taktu ákvarðanir byggðar á gögnum

• Notaðu sértækt og ítarlegt skýrslutól Abler sem hjúpar öll gögn félagsins

• Notaður forstilltar skýrslur eða búðu til þínar eigin stjórnendaskýrslur

• Sjáðu svæðisbundna þátttökutölfræði og uppgötvaðu tækifæri til að bæta samfélagsþátttöku

• Fáðu aðgang að færslu- og reikningalistum og uppfærðum efnahagsreikning í rauntíma

Prófaðu Abler

Ertu að spá í hvernig Abler getur bætt ánægju notenda?

Kannaðu hvernig Abler getur umbreytt þátttöku í starfsemi félagsins í gegnum hlutverk þjálfara og foreldra / leikmanna.