Lífsspeki okkar

A relay race runner sets at a track starting block while holding a baton

Íþróttir breyta lífi fólks.

Íþróttir bjóða upp á blöndu af jákvæðri upplifun og áskorunum sem geta þroskað skapgerð fólks og opnað huga þeirra. Í gegnum íþróttir getum við lært um velgengni og mistök, virðingu fyrir öðrum og hversu verðmæt vináttubönd geta verið.

Íþróttir og tómstundir eru kjörið umhverfi til að byggja upp sambönd, láta á okkur reyna og dafna í sameiningu. Allir ættu að hafa aðgang að þeirri persónulegu uppbyggingu sem felst í íþróttaiðkun, óháð getu, samfélagsstétt eða menningarlegum bakgrunni. Markmið okkar er að veita öllum íþróttaiðkendum - þjálfurum, félögum, leikmönnum og foreldrum - bestu úrræðin til að láta þetta verða að veruleika.

Framtíðarsýn okkar er að draga úr flækjustiginu við að taka þátt í skipulagðri íþróttastarfsemi og gera notendum kleift að einbeita sér að persónulegri uppbyggingu í gegnum íþróttir. Við styðjum og fögnum því frábæra starfi sem þjálfarar, skipuleggjendur og sjálfboðaliðar hafa unnið og metum mikils það mikilvæga hlutverk sem þeir spila í samfélaginu.

Við viljum líka gera öllu ungu fólki kleift að upplifa umbreytingaráhrif íþrótta með því að tileinka sér nýja tækni og bestu aðferðir að settu marki. Við getum stuðlað að sterkari böndum á milli foreldra, þjálfara og félaga með því að hagræða umsýslu og rekstur í tengslum við tómstundir. Þannig geta bestu þjálfararnir okkar, sérfræðingar og samfélagsleiðtogar deilt innsýn sinni og reynslu með komandi kynslóðum.

A heat of youth swimmers prepare for a race in a pool
A group of children pull arope during a game of tug of war

Æfingin skapar.

Lífsspeki og hugarfar

Þessi tvö einföldu orð vekja strax upp hugrenningar um mikilvægi einurðar og áhuga og það er í þessum anda sem vörumerki okkar vill stuðla að persónulegum vexti. Orðatiltækið algenga er „æfingin skapar meistarann“ er algilt, en með því að fjarlægja síðasta orðið fær það nýja merkingu. „Æfingin skapar.“ Með þessu losum við okkur elítismann sem felst í upprunalega orðatiltækinu og dregur úr þeirri pressu að allir eigi að stefna að fullkomnun þó það feli enn í sér sömu kunnuglegu og jákvæðu merkingu og áður.

A relay race runner sets at a track starting block while holding a baton

Gakktu til liðs við okkur

Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki fyrir teymið okkar. Tengir þú við sýn Abler á umbreytingarkraft íþrótta? Langar þig að vinna með skemmtilegum hópi fólks sem leggur metnað sinn í að láta gott af sér leiða? Sendu okkur ferilskrána þína og láttu okkur vita ef þú hefur áhuga á að endurhugsa hvernig heimurinn samhæfir tómstundir!