Vinsælasta kerfi landsins fyrir íþrótta- og tómstundastarf
Yfir 1.000 framsýn og drífandi félög nýta sér stafrænar lausnir Abler
Auktu skilvirkni og lyftu þínu félagi á hærri stall
Með því að innleiða Abler bætir þú vinnuumhverfið, eykur framleiðni og sjálfvirknivæðir innheimtu. Abler býður upp á alhliða lausnir til að hjálpa félögum að skara fram úr.
Skipuleggðu liðið þitt á auðveldari hátt
Með Abler verður umsýsla liðsins leikur einn. Búðu til og deildu dagskrám fyrir tímabilið, æfingaráætlunum, leikjum eða viðburðum fyrir einstök lið og hópa. Í Abler er hægt að greiða með einum smelli, sem gerir innheimtu skilvirka og léttir sjálfboðaliðum sporin.
Netverslun og skráningarkerfi sem nær frábærum árangri í sölu og innheimtu
Deildu og seldu námskeið og þjónustu á sérsniðinni lendingarsíðu fyrir þína starfsemi. Hvort sem það eru æfingagjöld, áskriftir, viðburðir, búnaður eða varningur, þá munu félagsmenn hafa aðgang að einni verslun með allt sem félagið þitt hefur upp á að bjóða. Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina og náðu frábærum árangri í sölu og innheimtu gjalda og áskrifta með Abler vörufjölskyldunni.
Umsýsla félagsins verður hægðarleikur
Abler veitir þér fulla yfirsýn yfir skráningar, félagsmenn, viðburði félagsins og fjárflæðið á ofureinfaldan hátt. Stjórnendur geta sýslað með viðburði, tekið út skýrslur og framkvæmt magnaðgerðir og stutt við starfsemi félagsins með skilvirkum hætti.
Aldrei missa aftur af viðburði
Notendavæn lausn Abler sameinar alla fjölskyldumeðlimina á einum reikningi. Tengdu leikmennina við liðið sitt og öðlastu hugarró við að vita nákvæmlega hvað er að gerast og hvar eigi að skrá sig.
Treyst af yfir 1.000 framsýnum félögum um allan heim
Innheimtan hjá okkur hefur batnað til muna síðan við tókum Abler í gagnið. Meðlimir fá meldingu í gegnum appið og með tölvupóstum og ganga hratt og vel frá greiðslum. Þetta hefur bætt greiðsluflæðið okkar og auðveldað mín daglegu störf umtalsvert.
Ágúst Jensson
Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar
Abler kerfið hefur skapað góða tengingu á milli félagsins, þjálfara, iðkenda og foreldra. Það er algjör lykilforsenda í þeim frábæra árangri sem náðst hefur hjá Þrótti
María Edwardsdóttir
Framkvæmdastjóri Þróttar
Abler hefur lyft grettistaki þegar kemur að samskiptum forráðamanna og þjálfara. Þá gengur innheimta æfingagjalda mun hraðar fyrir sig en áður og vanskil hafa að sama skapi minnkað til muna.
Olga Bjarnadóttir
Framkvæmdastjóri Gerplu
Nýstárlegar lausnir fyrir félagið
Allt á einum stað
Samræmd stjórnunarsvíta Abler sameinar allt á einum stað fyrir félagið og uppfærir upplýsingar á augabragði í öllum notendaviðmótum.
Viðeigandi upplýsingar fyrst
Sérsniðin dagskrá, skilaboð og upplifun sem setur í forgrunn upplýsingarnar sem eru mikilvægastar fyrir þig. Upplýsingar sem skipta minna máli eru hafðar aðgengilegar í bakgrunni. Þetta stuðlar að hárri og hraðri notendatíðni.
Umsjón með fjármálum félagsins
Fylgstu með greiddum og útistandandi reikningum eftir liði og leikmanni. Leitaðu í færslusögu, notaðu afslætti og endurgreiddu á auðveldan máta.
Deildu gögnum og þjálfunaráætlunum
Hýstu og deildu þjálfunarnámsskrá á margmiðlunarsniði fyrir aukna þátttöku leikmanna og foreldra.
Gagnadrifin framþróun
Mældu þátttöku notenda, hvaða þjálfarar eru að skila flestum iðkendum upp flokka og greindu tækifæri til að bæta frammistöðu félagsins með gögnum.
Verslun sem er sýnileg öllum
Hannaðu sérsniðna lendingarsíðu fyrir meðlimi í áskrift, sérstaka viðburði, búnað, söluvarning eða aðra þjónustu sem er í boði fyrir notendur þína.
Mannvirkja- og svæðastjórnun skilvirkari
Gerðu sýnilegt hvað er í gangi á völlum, sölum, fundarherbergjum og svæðum félagsins á einum stað. Fylgstu með bókunum, mætingu og nýttu svæði til aukaæfinga þegar viðburður fellur niður.
Prófaðu Abler
Þarftu að stofna lið eða vill þitt félag byrja?
Leiddu saman leikmenn, foreldra og þjálfara með einföldu innleiðingarkerfi Abler.
Sækja appið
Abler appið er ókeypis fyrir alla, og þú munt aldrei missa af æfingu aftur.